Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 19. september 2020 18:31
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Haaland með tvennu gegn Gladbach
Reyna og Haaland eru miklir félagar. Claudio Reyna og Alf-Inge Haaland eru feður þeirra.
Reyna og Haaland eru miklir félagar. Claudio Reyna og Alf-Inge Haaland eru feður þeirra.
Mynd: Getty Images
Dortmund 3 - 0 Gladbach
1-0 Giovanni Reyna ('35)
2-0 Erling Braut Haaland ('54, víti)
3-0 Erling Braut Haaland ('77)

Hinn ungi Giovanni Reyna kom Borussia Dortmund yfir í stórleik dagsins í þýsku deildinni gegn Borussia Mönchengladbach.

Reyna er ekki orðinn 18 ára og er næstyngsti Bandaríkjamaðurinn til að skora fyrir Dortmund.

Leikurinn var nokkuð jafn en gæðamunurinn gerði útslagið þar sem Erling Braut Haaland setti tvennu eftir leikhlé.

Fyrst skoraði Haaland úr vítaspyrnu og svo eftir stoðsendingu frá Jadon Sancho.

Liðin mættust í fyrstu umferð deildartímabilsins en í fyrra munaði fjórum stigum á liðunum þar sem Dortmund endaði í öðru sæti og Gladbach fjórða.
Athugasemdir
banner
banner
banner