Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
banner
   sun 19. september 2021 18:52
Magnús Þór Jónsson
Ingvar: Þetta er greinilega uppáhaldshornið hans
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Jónsson var hetja Víkinga sem fóru í Frostaskjólið í dag, sóttu stig og tóku forystuna í baráttunni um Íslandsmeistaratitil.

Þetta var bilað, ég bara trúi þessu ekki sagði hann að leik loknum eftir að hafa varið víti í uppbótartíma í kjölfar hasars sem stóð í 4 mínútur og gaf 2 rauð spjöld.

Stundum er þetta skrifað í skýin, þetta minnir mig á 2014 en það ár varði Ingvar mark Stjörnunnar sem urðu Íslandsmeistarar á hádramatískan hátt.

Menn tala ekki um annað en hvað Blikarnir eru flottir og við höfum gleymst í umræðunni og ég er að fíla það að vera aðeins fyrir aftan þá og halda fokking haus í síðustu umferð.

Ingvar þurfti að bíða í nokkrar mínútur áður en hann stóð fyrir framan Pálma Rafn Pálmason á vítapunktinum, Ingvar hirti vítið og stuttu seinna var flautað til leiksloka.

Ég er búinn að horfa á öll víti með KR og undirbjó mig vel. Hann greinilega treystir þessu horni best, búinn að taka síðustu 10 þangað og á svona mómentum eru menn ekki að fara að svissa svo ég lagði bara snemma af stað og át hann.

Nánar er rætt við Ingvar í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir
banner