Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   sun 19. september 2021 18:52
Magnús Þór Jónsson
Ingvar: Þetta er greinilega uppáhaldshornið hans
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Jónsson var hetja Víkinga sem fóru í Frostaskjólið í dag, sóttu stig og tóku forystuna í baráttunni um Íslandsmeistaratitil.

Þetta var bilað, ég bara trúi þessu ekki sagði hann að leik loknum eftir að hafa varið víti í uppbótartíma í kjölfar hasars sem stóð í 4 mínútur og gaf 2 rauð spjöld.

Stundum er þetta skrifað í skýin, þetta minnir mig á 2014 en það ár varði Ingvar mark Stjörnunnar sem urðu Íslandsmeistarar á hádramatískan hátt.

Menn tala ekki um annað en hvað Blikarnir eru flottir og við höfum gleymst í umræðunni og ég er að fíla það að vera aðeins fyrir aftan þá og halda fokking haus í síðustu umferð.

Ingvar þurfti að bíða í nokkrar mínútur áður en hann stóð fyrir framan Pálma Rafn Pálmason á vítapunktinum, Ingvar hirti vítið og stuttu seinna var flautað til leiksloka.

Ég er búinn að horfa á öll víti með KR og undirbjó mig vel. Hann greinilega treystir þessu horni best, búinn að taka síðustu 10 þangað og á svona mómentum eru menn ekki að fara að svissa svo ég lagði bara snemma af stað og át hann.

Nánar er rætt við Ingvar í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner