De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   sun 19. september 2021 18:52
Magnús Þór Jónsson
Ingvar: Þetta er greinilega uppáhaldshornið hans
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Jónsson var hetja Víkinga sem fóru í Frostaskjólið í dag, sóttu stig og tóku forystuna í baráttunni um Íslandsmeistaratitil.

Þetta var bilað, ég bara trúi þessu ekki sagði hann að leik loknum eftir að hafa varið víti í uppbótartíma í kjölfar hasars sem stóð í 4 mínútur og gaf 2 rauð spjöld.

Stundum er þetta skrifað í skýin, þetta minnir mig á 2014 en það ár varði Ingvar mark Stjörnunnar sem urðu Íslandsmeistarar á hádramatískan hátt.

Menn tala ekki um annað en hvað Blikarnir eru flottir og við höfum gleymst í umræðunni og ég er að fíla það að vera aðeins fyrir aftan þá og halda fokking haus í síðustu umferð.

Ingvar þurfti að bíða í nokkrar mínútur áður en hann stóð fyrir framan Pálma Rafn Pálmason á vítapunktinum, Ingvar hirti vítið og stuttu seinna var flautað til leiksloka.

Ég er búinn að horfa á öll víti með KR og undirbjó mig vel. Hann greinilega treystir þessu horni best, búinn að taka síðustu 10 þangað og á svona mómentum eru menn ekki að fara að svissa svo ég lagði bara snemma af stað og át hann.

Nánar er rætt við Ingvar í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner