Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   sun 19. september 2021 18:52
Magnús Þór Jónsson
Ingvar: Þetta er greinilega uppáhaldshornið hans
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Jónsson var hetja Víkinga sem fóru í Frostaskjólið í dag, sóttu stig og tóku forystuna í baráttunni um Íslandsmeistaratitil.

Þetta var bilað, ég bara trúi þessu ekki sagði hann að leik loknum eftir að hafa varið víti í uppbótartíma í kjölfar hasars sem stóð í 4 mínútur og gaf 2 rauð spjöld.

Stundum er þetta skrifað í skýin, þetta minnir mig á 2014 en það ár varði Ingvar mark Stjörnunnar sem urðu Íslandsmeistarar á hádramatískan hátt.

Menn tala ekki um annað en hvað Blikarnir eru flottir og við höfum gleymst í umræðunni og ég er að fíla það að vera aðeins fyrir aftan þá og halda fokking haus í síðustu umferð.

Ingvar þurfti að bíða í nokkrar mínútur áður en hann stóð fyrir framan Pálma Rafn Pálmason á vítapunktinum, Ingvar hirti vítið og stuttu seinna var flautað til leiksloka.

Ég er búinn að horfa á öll víti með KR og undirbjó mig vel. Hann greinilega treystir þessu horni best, búinn að taka síðustu 10 þangað og á svona mómentum eru menn ekki að fara að svissa svo ég lagði bara snemma af stað og át hann.

Nánar er rætt við Ingvar í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir
banner