Ingvar Jónsson var hetja Víkinga sem fóru í Frostaskjólið í dag, sóttu stig og tóku forystuna í baráttunni um Íslandsmeistaratitil.
Þetta var bilað, ég bara trúi þessu ekki sagði hann að leik loknum eftir að hafa varið víti í uppbótartíma í kjölfar hasars sem stóð í 4 mínútur og gaf 2 rauð spjöld.
Þetta var bilað, ég bara trúi þessu ekki sagði hann að leik loknum eftir að hafa varið víti í uppbótartíma í kjölfar hasars sem stóð í 4 mínútur og gaf 2 rauð spjöld.
Stundum er þetta skrifað í skýin, þetta minnir mig á 2014 en það ár varði Ingvar mark Stjörnunnar sem urðu Íslandsmeistarar á hádramatískan hátt.
Menn tala ekki um annað en hvað Blikarnir eru flottir og við höfum gleymst í umræðunni og ég er að fíla það að vera aðeins fyrir aftan þá og halda fokking haus í síðustu umferð.
Ingvar þurfti að bíða í nokkrar mínútur áður en hann stóð fyrir framan Pálma Rafn Pálmason á vítapunktinum, Ingvar hirti vítið og stuttu seinna var flautað til leiksloka.
Ég er búinn að horfa á öll víti með KR og undirbjó mig vel. Hann greinilega treystir þessu horni best, búinn að taka síðustu 10 þangað og á svona mómentum eru menn ekki að fara að svissa svo ég lagði bara snemma af stað og át hann.
Nánar er rætt við Ingvar í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir