Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 19. september 2022 09:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum leikmaður Liverpool um Heimi: Mjög sniðug ákvörðun
Collymore heilsar Heimi.
Collymore heilsar Heimi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og fjallað hefur verið vel um þá var Heimir Hallgrímsson ráðinn nýr landsliðsþjálfari Jamaíku á föstudag.

Hann gerði fjögurra ára samning og mun að minnsta kosti stýra liðinu fram yfir HM 2026.

Heimir er vinsælasti þjálfari Íslands eftir frábæran árangur með íslenska landsliðið. Hann hefur verið án þjálfarastarfs síðan hann yfirgaf Al Arabi í Katar en hefur í sumar verið ráðgjafi hjá félagi sínu ÍBV í Vestmannaeyjum.

Stan Collymore, fyrrum leikmaður Liverpool, er ánægður með þessa ráðningu hjá fótboltasambandi Jamaíku.

„Mjög sniðug ákvörðun hjá fótboltasambandinu á Jamaíku að ná í Heimi Hallgrímsson sem nýjan landsliðsþjálfara sinn," skrifar Collymore á Twitter.

Hann telur að Heimir geti komið Jamaíku á HM 2026, en karlalandslið þjóðarinnar hefur ekki leikið á heimsmeistaramótinu. Hann ítrekar svo:

„Mjög góð ráðning að mínu mati."

Collymore, sem lék þrjá landsleiki fyrir England á sínum tíma, kom hingað til lands árið 2017 þar sem hann vann hér að sjónvarpsþætti um árangur íslenska landsliðsins. Hann hitti Heimi og spjallaði við Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner
banner
banner