Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   þri 19. september 2023 15:20
Elvar Geir Magnússon
Varane og Mount æfðu en ferðuðust ekki til Þýskalands
Bayern München tekur á móti Manchester United í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.

Varnarmaðurinn Raphael Varane og miðjumaðurinn Mason Mount tóku báðir þátt í æfingu í morgun. Hvorugur þeirra ferðaðist hinsvegar með til Þýskalands í leikinn.

Varane hefur misst af tveimur síðustu leikjum og Mount síðustu þremur.

Þá verður Harry Maguire ekki með á morgun vegna meiðsla. Sofyan Amrabat og Kobbie Mainoo voru báður í einstaklingsæfingum en þeir eru að vinna í því að snúa til baka eftir meiðsli.

Manchester United hefur átt erfiða byrjun á tímabilinu og stuðningsmenn United óttast það versta gegn Þýskalandsmeisturunum. Galatasaray og FC Kaupmannahöfn eru hin liðin í riðlinum.
Enski boltinn - Farið að hitna undir Ten Hag?
Ert þú búin/n að mæta á leik í Bestu deildunum það sem af er tímabili?
Athugasemdir
banner
banner