PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
banner
   lau 19. október 2019 14:56
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Ótrúleg endurkoma Lazio gegn Atalanta
Lazio 3 - 3 Atalanta
0-1 Luis Muriel ('23)
0-2 Luis Muriel ('28)
0-3 Papu Gomez ('37)
1-3 Ciro Immobile ('69, víti)
2-3 Joaquin Correa ('70)
3-3 Ciro Immobile ('91, víti)

Atalanta fór gríðarlega vel af stað er liðið heimsótti Lazio í fyrsta leik dagsins í ítalska boltanum.

Mikil eftirvænting var fyrir leikinn enda hér að mætast tvö markaglöð lið sem stefna á Evrópusæti.

Kólumbíski framherjinn Duvan Zapata var ekki með Atalanta í dag vegna meiðsla sem hann hlaut í landsleikjahlénu. Luis Muriel, samherji hans bæði í Kólumbíu og Atalanta, tók sæti hans í liðinu og skoraði tvennu á fyrsta hálftímanum.

Alejandro 'Papu' Gomez gerði þriðja markið og staðan 0-3 eftir stórkostlegan fyrri hálfleik fyrir gestina, sem stjórnuðu gangi leiksins í 45 mínútur.

Lazio tók öll völd á vellinum eftir leikhlé og minnkaði muninn niður í eitt mark. Ciro Immobile skoraði fyrst úr vítaspyrnu og lagði svo upp fyrir Joaquin Correa skömmu síðar.

Heimamenn komust nálægt því að jafna en Pierluigi Gollini varði vel og hélt hann hefði bjargað sigrinum fyrir sína menn - en svo var ekki.

Lazio fékk aðra vítaspyrnu í uppbótartíma og aftur skoraði Immobile af punktinum. Lokatölur 3-3.

Atalanta er í þriðja sæti með sautján stig.
Lazio er með tólf stig eftir átta umferðir.

Stöðutöfluna má sjá hér fyrir neðan. Það tekur tíma fyrir hana að uppfærast.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
2 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
3 Napoli 13 9 1 3 20 11 +9 28
4 Roma 14 9 1 4 15 7 +8 28
5 Bologna 13 7 3 3 22 11 +11 24
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 13 6 5 2 17 12 +5 23
8 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
9 Cremonese 14 5 5 4 18 17 +1 20
10 Lazio 13 5 3 5 15 10 +5 18
11 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
12 Atalanta 14 3 7 4 17 17 0 16
13 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
14 Lecce 14 3 4 7 10 19 -9 13
15 Cagliari 14 2 6 6 13 19 -6 12
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner
banner