Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. október 2020 13:20
Elvar Geir Magnússon
Djogatovic farinn til Serbíu - Verður hjá Grindavík á næsta tímabili
Vladan Djogatovic og þjálfari Grindavíkur, Sigurbjörn Hreiðarsson.
Vladan Djogatovic og þjálfari Grindavíkur, Sigurbjörn Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Serbneski markvörðurinn Vladan Djogatovic fór heim til Serbíu í gær og því ljóst að hann verður ekki með Grindavík í síðustu þremur leikjum liðsins í Lengjudeildinni ef tímabilið verður klárað.

„Góðu fréttirnar eru þær að Vladan mun mæta aftur eftir áramót og leika með liðinu á næstu leiktíð!" segir í tilkynningu Grindvíkinga.

Djogatovic verður 36 ára í nóvember en hann hefur spilað fyrir Grindvíkinga síðustu tvö tímabil og hefur verið einn besti markvörður Lengjudeildarinnar í sumar.

Grindavík er í fjórða sæti Lengjudeildarinnar en varamarkvörðurinn Maciej Majewski mun verja markið í þeim leikjum sem eftir eru, gegn Keflavík, Leikni Reykjavík og Leikni Fáskrúðsfirði, ef deildin verður kláruð.

Majewski hefur spilað einn leik í Lengjudeildinni á þessu tímabili.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner