Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2019 17:30
Magnús Már Einarsson
Henry: Ég lærði mikið hjá Mónakó
Mynd: Getty Images
Thierry Henry segist hafa lært mikið sem þjálfari Mónakó á síðasta tímabili.

Henry náði einungis að vera 103 daga í starfi áður en hann var rekinn en hann hefur nú tekið við Montreal Impact í MLS-deildinni.

Henry tapaði ellefu af tuttugu leikjum sem þjálfari Mónakó og hann segir að það hafi verið lærdómsríkt.

„Þetta gekkk ekki upp hjá Mónakó. Ég get gefið ykkur margar afsakanir en að lokum gekk þetta ekki og núna er ég hér sem þjálfari Montreal," sagði Henry.

„Ég lærði margt þar. Einu mistökin sem þú gerir eru ef þú lærir ekki af því sem gerðist. Þú verður að takast á við það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner