Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2019 19:44
Brynjar Ingi Erluson
Pochettino rekinn frá Tottenham (Staðfest)
Mauricio Pochettino er hættur með Tottenham
Mauricio Pochettino er hættur með Tottenham
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino er hættur með enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham en félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni.

Pochettino tók við Tottenham árið 2014 og komst með liðið í úrslitaleik enska deildabikarsins árið 2015 auk þess sem liðið fór í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili en tapaði fyrir Liverpool, 2-0.

Gengi Tottenham á þessari leiktíð hefur verið afar slakt en liðið er í 14. sæti með 14 stig eftir fyrstu tólf leiki tímabilsins.

Liðið hefur þó gengið ágætlega í Meistaradeild Evrópu og er liðið á góðri leið með að tryggja sig áfram í 16-liða úrslitin en liðið er með 7 stig í 2. sæti þegar tveir leikir eru eftir.

„Við vorum afar hikandi með að taka þessa ákvörðun og þetta var alls ekki auðveld ákvörðun. Úrslitin í deildinni í lok síðasta tímabils og byrjun þessa tímabils hafa verið þvílík vonbrigði," sagði Daniel Levy, framkvæmdastjóri Tottenham.

Jose Mourinho, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United og Chelsea, er orðaður við stöðuna.
Athugasemdir
banner
banner