Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 19. nóvember 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Beta og Glódís tilnefndar í Svíþjóð
Elísabet með verðlaunin árið 2017.
Elísabet með verðlaunin árið 2017.
Mynd: Fotball Gala
Uppskeruhátið sænsku úrvalsdeildarinnar verður haldin á sunnudag og eru tveir Íslendingar tilnefndir til verðlauna. Það eru þær Elísabet Gunnarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir.

Elísabet sem þjálfar Kristianstad er tilnefnd sem þjálfari ársins. Hún stýrði liðinu í 3. sæti deildarinnar sem tryggir liðinu sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Glódís er tilnefnd sem besti varnarmaður deildarinnar. Hún lék allar mínútur í liði Rosengård sem endaði í 2. sæti deildarinnar.

Elísabet var valin þjálfari ársins árið 2017 og var í 2. sæti árið 2012.

Sjá einnig:
Velja Glódísi þá sjöundu bestu í Svíþjóð
Elísabet: Skiptir rosalega miklu fyrir félagið og fyrir bæjarfélagið
Athugasemdir
banner
banner
banner