Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 15. nóvember 2020 23:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Velja Glódísi þá sjöundu bestu í Svíþjóð
Glódís átti gott tímabil með Rosengård.
Glódís átti gott tímabil með Rosengård.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænsku úrvalsdeildinni lauk í dag. Í kjölfarið á því valdi Twitter-reikingurinn Damallsv Nyheter, sem fjallar um kvennaboltann í Svíþjóð, 50 bestu leikmenn tímabilsins.

Það er einn íslenskur leikmaður á listanum en það er varnarjaxlinn Glódís Perla Viggósdóttir.

Hún er í sjöunda sæti listans.

„Langbesti miðvörðurinn á þessu tímabili, er alltaf á réttum stað og það nánast engin fram hjá henni," segir meðal annars í umsögn um Glódísi.

Glódís er 25 ára gömul og hefur leikið 87 A-landsleiki fyrir Ísland. Hún hefur leikið með Rosengård frá 2017 en liðið hafnaði á þessari leiktíð í öðru sæti á eftir Gautaborg.

Á toppi listans er hin norska Therese Sessy Åsland sem spilar undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad.


Athugasemdir
banner
banner
banner