banner
   lau 19. nóvember 2022 22:47
Elvar Geir Magnússon
Benzema ekki með á HM (Staðfest) - Áfall fyrir Frakka
Benzema verður ekki með Frökkum á HM.
Benzema verður ekki með Frökkum á HM.
Mynd: Getty Images
Heimsmeistarar Frakklands hafa orðið fyrir miklu áfalli en ljóst er að sóknarmaðurinn Karim Benzema, handhafi Ballon d'Or gullknattarins, tekur ekki þátt á mótinu. Benzema tognaði á vinstra læri á æfingu.

Hinn 34 ára gamli Benzema átti að vera ein skærasta stjarna HM en mótið hefst á morgun. Hann hafði verið að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins og var notaður sparlega af Real Madrid.

Olivier Giroud mun því fá það verkefni að leiða sóknarlínu Frakka á mótinu. Hann hefur skorað níu mörk og átt fimm stoðsendingar með AC Milan á þessu tímabili.

Frakkar eiga leik á mánudaginn gegn Áströlum en meiðslavandræði hafa sett mikið strik í reikninginn hjá Didier Deschamps og hans mönnum. Lykilmenn eins og N'Golo Kante og Paul Pogba gátu ekki farið með á mótið og þá meiddist Christopher Nkunku á síðustu æfingu franska landsliðsins áður en ferðinni var heitið til Katar.


Athugasemdir
banner
banner
banner