Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. nóvember 2022 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir Newcastle starfið það versta á ferlinum
Mynd: Getty Images

Graeme Souness fyrrum leikmaður og stjóri Liverpool er alls ekki spenntur fyrir því að snúa aftur í stjórastólinn.


Souness er 69 ára en hann vinnur í dag sem sérfræðingur á Sky Sports. Hann stýrði Newcastle síðast frá 2004-2006. Hann lýsir því sem verstu vinnunni á ferlinum.

„Ég held að það sé ekkert sem freistar mig til að snúa aftur í stjórastólinn. Ég vil ekki þurfa vera ábyrgur fyrir þessu fólki sem tekur stóru ákvarðanirnar í fótboltanum. Newcastle starfið var versta starfið á ferlinum, alveg skelfilegt," sagði Souness.

Souness lék með Liverpool frá 1978–1984 og vann deildina fimm sinnum. Hann stýrði liðinu síðan einu sinni til sigurs í FA bikarnum þegar hann stýrði liðinu frá 1991-1994.


Athugasemdir
banner
banner
banner