Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   sun 19. nóvember 2023 21:55
Brynjar Ingi Erluson
Sex marka jafntefli í Skotlandi - Gavi meiddist illa í sigri Spánverja
Skotar gerðu 3-3 jafntefli við Norðmenn
Skotar gerðu 3-3 jafntefli við Norðmenn
Mynd: EPA
Gavi meiddist illa
Gavi meiddist illa
Mynd: EPA
Skotland og Noregur gerðu 3-3 jafntefli í lokaleiknum í A-riðli í undnakeppni Evrópumótsins í kvöld. Spænski miðjumaðurinn Gavi meiddist þá illa í 3-1 sigri Spánar á Georgíu í sama riðli.

Norðmenn voru án Erling Braut Haaland og Martin Ödegaard í kvöld en það kom ekki að sök.

Staðan í hálfleik var 2-2. Aron Donnum og Jörgen Strand Larsen gerðu mörk Norðmanna á meðan John McGinn og sjálfsmark Leo Ostigard héldu Skotum inn í leiknum.

Stuart Armstrong kom Skotum í forystu á 59. mínútu en þegar fjórar mínútur voru eftir jafnaði Mohamed Elyounoussi metin. Skotar höfnuðu í 2. sæti A-riðils með 17 stig, fjórum stigum á eftir Spánverjum sem unnu Georgíu, 3-1.

Gavi, miðjumaður Barcelona, meiddist á 26. mínútu, en óttast er að hann verði lengi frá. Hann missteig sig illa er hann var að taka á móti boltanum og væntanlega um hnémeiðsli að ræða.

Spánverjar lönduðu sigrinum. Robin Le Normand, Ferran Torres og sjálfsmark Georgíu-manna hjálpuðu Spánverjum að klára þennan leik.

Slóvakar unnu þá Bosníu og Hersegóvínu, 2-1, í J-riðli. Slóvakar tóku annað sætið í riðlinum. Lúxemborg lagði þá Liechtenstein, 1-0, þökk sé marki Gerson Rodrigues.

A-riðill:

Spánn 3 - 1 Georgía
1-0 Robin Le Normand ('4 )
1-1 Khvicha Kvaratskhelia ('10 )
2-1 Ferran Torres ('55 )
3-1 Luka Lochoshvili ('72 , sjálfsmark)

Skotland 3 - 3 Noregur
0-1 Aron Donnum ('3 )
1-1 John McGinn ('13 , víti)
1-2 Jorgen Larsen ('20 )
2-2 Leo Ostigard ('33 , sjálfsmark)
3-2 Stuart Armstrong ('59 )
3-3 Mohamed Elyounoussi ('86 )

J-riðill:

Bosnía & Hersegóvína 1 - 2 Slóvakía
1-0 Patrik Hrosovsky ('49 , sjálfsmark)
1-1 Robert Bozenik ('52 )
1-2 Lubomir Satka ('71 )
Rautt spjald: Renato Gojkovic, Bosnía & Hersegóvína ('63)

Liechtenstein 0 - 1 Lúxemborg
0-1 Gerson Rodrigues ('69 )
Rautt spjald: Danel Sinani, Lúxemborg ('5)
Athugasemdir
banner
banner