Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   þri 19. nóvember 2024 23:12
Sölvi Haraldsson
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Icelandair
Andri Lucas kom Íslandi yfir í dag gegn Wales.
Andri Lucas kom Íslandi yfir í dag gegn Wales.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mjög góð byrjun, mjög góð byrjun. Ekkert endilega bara markið sem er auðvitað alltaf jákvætt en heilt yfir vorum við að gera mjög vel, mjög svekkjandi að missa þetta niður og þurfa að tapa þessum leik 4-1.“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen, landsliðsmaður Íslands, eftir 4-1 tap í Wales.


Lestu um leikinn: Wales 4 -  1 Ísland

Hvað fór úrskeðis í dag eftir að hafa tekið forystuna snemma leiks?

Það er góð spurning, erfitt að segja. Við vorum með ákveðið leikplan fyrir leik sem við ætluðum að nýta með mig og Orra tvo stóra frammi. Það breytist svolítið hratt þegar hann þarf að fara meiddur af velli og Mikael Egill kemur inn. Leikplanið breytist þvílikt mikið sem við vorum ekki búnir að undirbúa okkur fyrir. Svo meiðast menn og það koma skiptingar. Við missum svo stjórnina á leiknum rétt fyrir hálfleik. Margt sem spilar inn í sem verður til þess að við missum þetta frá okkur.

Andri Lucas segist vera sáttur með sóknarleikinn í dag.

Við vorum að komast í mjög góðar stöður og fengum fullt af færum en þetta féll ekki með okkur í dag. Við hefðum getað skorað fleiri. Tilfinningin er samt að við erum mjög sáttir með sóknarleikinn okkar. Það að við erum að komast í þessar stöður er mjög jákvætt fyrir okkur.

Breiddin í landsliðinu er góð fram á við þrátt fyrir að það vantaði nokkra lykilmenn.

Við erum með marga mjög góða og öðruvísi leikmenn sem er mjög jákvætt fyrir okkur sem lið og sem hóp.

Hvernig finnst Andra þróunin á landsliðinu vera undir stjórn Age Hareide?

Ég persónulega hef liðið vel inni á vellinum og sérstaklega núna í seinustu leikjum með Orra upp á topp. Mér finnst við allir vera búnir að taka stórt skref með félagsliðum og landsliðinu.“

Viðtalið við Andra má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner