Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   þri 19. nóvember 2024 23:12
Sölvi Haraldsson
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Icelandair
Andri Lucas kom Íslandi yfir í dag gegn Wales.
Andri Lucas kom Íslandi yfir í dag gegn Wales.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mjög góð byrjun, mjög góð byrjun. Ekkert endilega bara markið sem er auðvitað alltaf jákvætt en heilt yfir vorum við að gera mjög vel, mjög svekkjandi að missa þetta niður og þurfa að tapa þessum leik 4-1.“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen, landsliðsmaður Íslands, eftir 4-1 tap í Wales.


Lestu um leikinn: Wales 4 -  1 Ísland

Hvað fór úrskeðis í dag eftir að hafa tekið forystuna snemma leiks?

Það er góð spurning, erfitt að segja. Við vorum með ákveðið leikplan fyrir leik sem við ætluðum að nýta með mig og Orra tvo stóra frammi. Það breytist svolítið hratt þegar hann þarf að fara meiddur af velli og Mikael Egill kemur inn. Leikplanið breytist þvílikt mikið sem við vorum ekki búnir að undirbúa okkur fyrir. Svo meiðast menn og það koma skiptingar. Við missum svo stjórnina á leiknum rétt fyrir hálfleik. Margt sem spilar inn í sem verður til þess að við missum þetta frá okkur.

Andri Lucas segist vera sáttur með sóknarleikinn í dag.

Við vorum að komast í mjög góðar stöður og fengum fullt af færum en þetta féll ekki með okkur í dag. Við hefðum getað skorað fleiri. Tilfinningin er samt að við erum mjög sáttir með sóknarleikinn okkar. Það að við erum að komast í þessar stöður er mjög jákvætt fyrir okkur.

Breiddin í landsliðinu er góð fram á við þrátt fyrir að það vantaði nokkra lykilmenn.

Við erum með marga mjög góða og öðruvísi leikmenn sem er mjög jákvætt fyrir okkur sem lið og sem hóp.

Hvernig finnst Andra þróunin á landsliðinu vera undir stjórn Age Hareide?

Ég persónulega hef liðið vel inni á vellinum og sérstaklega núna í seinustu leikjum með Orra upp á topp. Mér finnst við allir vera búnir að taka stórt skref með félagsliðum og landsliðinu.“

Viðtalið við Andra má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner