Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 20. janúar 2021 14:49
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Dr. Football 
Davíð Snorri tekur við U21 landsliðinu
Davíð Snorri Jónasson.
Davíð Snorri Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allt stefnir í að Davíð Snorri Jónasson verði við stjórnvölinn hjá U21-landsliðinu þegar liðið leikur í úrslitakeppni EM U21 liða.

„Það er ætlunin að ráða Davíð Snorra þar inn. Það er verið að reyna að klára það núna. Ég er alveg pottþéttur á því að Davíð Snorri mun gera þetta frábærlega. Sama með strákana," segir Arnar Þór Viðarsson í viðtali við Dr. Football.

Arnar er yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ en hann var þjálfari U21 landsliðsins og stýrði liðinu í lokakeppnina, með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar.

Arnar er nú tekinn við A-landsliðinu þar sem Eiður heldur áfram að vera hans hægri hönd.

Lokamót EM U21 landsliða hefst undir lok mars en þá fer riðlakeppnin fram.

„Ég hef aldrei farið leynt með það að ef þér er boðið að vera A-landsliðsþjálfari þá er það mikill heiður og stærsta starfið sem þú getur fengið á Íslandi. Jú, ég þurfti að skilja U21-liðið eftir, ég get ekki tekið það líka, og það er hundleiðinlegt," segir Arnar en hann verður upptekinn í leikjum með A-landsliðinu á sama tíma og U21 landsliðið leikur í lokakeppninni.

Davíð er fyrrum þjálfari Leiknis og fyrrum aðstoðarþjálfari Stjörnunnar en hann hefur þjálfað U17 landsliðið undanfarin ár og var aðstoðarmaður Þorvaldar Örlygssonar með U19 landsliðið.

Sjá einnig:
Ólafur Ingi að taka við U19 landsliðinu
Athugasemdir
banner
banner