banner
   fim 20. janúar 2022 18:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afríkukeppnin: Meistararnir úr leik og Kwame fékk rautt
Mahrez er á leið heim.
Mahrez er á leið heim.
Mynd: Getty Images
Kwame fékk rautt spjald.
Kwame fékk rautt spjald.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ríkjandi meistarar Alsír eru úr leik í Afríkukeppninni. Þeir enda með eitt stig á botni E-riðils. Gríðarlega óvænt niðurstaða, svo ekki sé meira sagt.

Alsír þurfti á sigri að halda gegn Fílabeinsströndinni þar sem þeir misstigu sig gegn bæði Síerra Leóne og Miðbaugs-Gínea.

Það var hins vegar Fílabeinsströndin sem fór með sigur af hólmi. Miðjumaðurinn Franck Kessie kom þeim yfir um miðbik fyrri hálfleiks og bætti annar miðjumaður, Ibrahim Sangare, við marki fyrir leikhlé. Nicolas Pepe breytti stöðunni svo í 3-0. Riyad Mahrez, helsta stjarna Alsír, gat minnkað muninn af vítapunktinum eftir klukkutíma leik en mistókst það.

Sofiane Bendebka minnkaði muninn í 3-1 á 73. mínútu, en það var of lítið, of seint. Lokatölur 3-1 fyrir Fílabeinsströndina sem fer í 16-liða úrslitin sem sigurvegari í þessum riðli.

Miðbaugs-Gínea fer einnig áfram þar sem þeir lögðu Síerra Leóne að velli, 1-0. Pablo Ganet skoraði þar eina markið þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik.

Kwame Quee, fyrrum leikmaður Breiðabliks og Víkinga í Reykjavík og Ólafsvík, var í byrjunarliði Síerra Leóne og undir lok leiksins fékk hann að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Ljóst er að Síerra Leóne er úr leik.

Fílabeinsströndin 3 - 1 Alsír
1-0 Franck Kessie ('22 )
2-0 Ibrahim Sangare ('39 )
3-0 Nicolas Pepe ('54 )
3-0 Riyad Mahrez ('60 , Misnotað víti)
3-1 Sofiane Bendebka ('73 )

Síerra Leóne 0 - 1 Miðbaugs-Gínea
0-1 Pablo Ganet ('38 )
Rautt spjald: Kwame Quee, Sierra Leone ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner