Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 20. janúar 2022 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Þróttur 
Þróttur fær Franz frá Eyjum (Staðfest)
Mynd: Þróttur R.
Markvörðurinn Franz Sigurjónsson er genginn í raðir Þróttar í Reykjavík og skrifar undir tveggja ára samning við félagið.

Franz er 26 ára og er alinn upp í Vestmannaeyjum. Hann hefur leikið þar allan sinn feril, með yngri flokkum ÍBV en síðar með KFS í meistaraflokki.

Franz er ætlað að styrkja markmannsstöðuna hjá Þrótti en fyrir eru þar þeir Sveinn Óli Guðnason og Albert Elí Vigfússon.

Franz hefur æft með liði Þróttar frá því snemma í haust og leikið æfingaleiki. Hann verður góð viðbót við hópinn og styrkir hann bæði innan og utan vallar.
Athugasemdir
banner