Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   fös 20. janúar 2023 13:15
Elvar Geir Magnússon
Danny Ings til West Ham á 15 milljónir punda (Staðfest)
Danny Ings er mættur.
Danny Ings er mættur.
Mynd: West Ham
Mynd: EPA
West Ham hefur keypt sóknarmanninn Danny Ings frá Aston Villa á 15 milljónir punda. Kaupverðið er reyndar 12 milljónir en hækkar upp í 15 ef West Ham nær að halda sér í deild þeirra bestu.

Ings er þrítugur og ætti að vera kominn með leikheimild fyrir fallbaráttuslaginn gegn Everton á morgun.

Ings gerði samning til 2025 en hann var hjá Villa í 18 mánuði, eftir að hafa verið keyptur á 25 milljónir punda í ágúst 2021.

„Ég er afskaplega spenntur. Það er mikilvægt að ég aðlagist sem fyrst til að geta verið mikilvægur í þeirri baráttu sem West Ham er í. Ég mun reyna að skora eins mörg mörk og ég get til að aðstoða liðið að ná jákvæðum úrslitum," segir Ings.

Aðeins Úlfarnir hafa skorað færri mörk en þau fimmtán sem West Ham hefur skorað á tímabilinu og David Moyes vill styrkja sóknarleikinn til að klifra upp töfluna.

Ings er þrítugur og hefur leikið þrjá landsleiki fyrir England, hann er með sjö mörk í 21 leik á tímabilinu.

Mörkin hans sex í úrvalsdeildinni eru einu marki meira en tveir helstu sóknarmenn West Ham, Michael Antonio og Gianluca Scamacca, hafa skorað saman. Scamacca var keyptur á yfir 30 milljónir punda síðasta sumar.

West Ham er komið niður í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrir utan tímann hjá Liverpool, þar sem meiðsli settu strik í reikninginn, hefur Ings sannað sig sem stöðugur markaskorari í úrvalsdeildinni. Hann spilaði áður fyrir Burnley og Southampton en gekk í raðir Villa 2021. Hann byrjaði síðast úrvalsdeildarleik fyrir Villa þann 13. nóvember.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner