Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fös 20. janúar 2023 16:14
Elvar Geir Magnússon
Mudryk gæti spilað sinn fyrsta leik gegn Liverpool
Úkraínumaðurinn Mykhailo Mudryk gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Chelsea á morgun þegar liðið mætir Liverpool á Anfield í hádegisleiknum.

Graham Potter segir að Mudryk, sem var keyptur á dögunum frá Shaktar, gæti komið við sögu.

„Hann hefur ekki spilað mikinn fótbolta að undanförnu en hann hefur æft vel. Það er möguleiki á því að hann spili," segir Potter.

„Við þurfum að hjálpa öllum að skilja það að hann kemur úr ólíkri deild og þarf að aðlagast. Hann er ungur leikmaður og getur náð mjög langt. Hann er þegar kominn með talsverða reynslu og er spennandi leikmaður. Hann er ánægður með að vera kominn hingað og getur ekki beðið eftir því að byrja."

Jurgen Klopp, stjóri andstæðinganna í Liverpool, tjáði sig einnig um Mudryk í dag.

„Hann er virkilega góður leikmaður og hefur sýnt í Meistaradeildinni hvað hann getur. Það er áhugavert að vera með hann á örum kantinum og Joao Felix á hinum. En Chelsea þarf að gera hlutina öðruvísi gegn okkur," segir Klopp.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner