Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 20. janúar 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Turudija þakkar fyrir tímann á Íslandi - „Gerði mig að betri einstaklingi"
Turudija lék í níu tímabil á Íslandi.
Turudija lék í níu tímabil á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík tilkynnti í lok síðasta tímabils að Kenan Turudija yrði ekki áfram hjá félaginu. Turudija er bosnískur og kom fyrst til Íslands árið 2014.

Miðjumaðurinn setti færslu á Instagram í gær þar sem hann þakkaði fyrir tíma sinn á Íslandi.

„Mig langar að þakka Íslendingum fyrir níu frábær tímabil þar sem ég naut mín og náði í nokkur eftirtektarverð úrslit. Þakkir til allra félaganna sem ég spilaði með og fékk tækifæri til að sýna mig."

„Ég spilaði með fjórum félögum og tek með mér góða hluti frá þeim öllum, minningar, áskoranir og árangur."

„Ísland gerði mig að betri einstaklingi og ég eignaðist marga vini þar. Takk fyrir Ísland,"
segir í færslu Turudija.

Árið 2014 gekk hann í raðir Sindra frá uppeldisfélagfinu Rudar Kakanj. Hjá Sindra var hann í eitt tímabil, næst fór hann til Ólafsvíkur og lék þar í þrjú tímabil, svo var hann á Selfossi í fjögur tímabil og loks eitt tímabil með Grindavík.

Alls lék hann 218 KSÍ leiki á tíma sínum á Íslandi og skoraði 51 mark, þar af átta í efstu deild. Hann hjálpaði Víkingi að vinna 1. deildina tímabilið 2015 og hjálpaði liðinu að halda sæti sínu í efstu deild sumarið 2016. Á síðasta tímabilinu á Íslandi lék hann tuttugu leiki og skoraði þrjú mörk.


Athugasemdir
banner
banner