Maxwel Cornet, vængmaður West Ham, er genginn til liðs við Genoa á láni út tímabilið.
Cornet gekk til liðs við West Ham sumarið 2022 og lék 37 leiki fyrir liðið áður en hann var lánaður til Southampton í sumar.
Hann kom aðeins við sögu í fjórum leikjum hjá Southampton og félögin komust að samkomulagi um að rifta lánssamningnum.
Hann er nú mættur til Ítalíu í von um að fá fleiri tækifæri undir stjórn Patrick Vieira.
Athugasemdir