Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   mán 20. janúar 2025 19:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maxwel Cornet til Genoa á láni (Staðfest)
Mynd: Heimasíða West Ham
Maxwel Cornet, vængmaður West Ham, er genginn til liðs við Genoa á láni út tímabilið.

Cornet gekk til liðs við West Ham sumarið 2022 og lék 37 leiki fyrir liðið áður en hann var lánaður til Southampton í sumar.

Hann kom aðeins við sögu í fjórum leikjum hjá Southampton og félögin komust að samkomulagi um að rifta lánssamningnum.

Hann er nú mættur til Ítalíu í von um að fá fleiri tækifæri undir stjórn Patrick Vieira.
Athugasemdir
banner
banner
banner