Kieran McKenna, stjóri Ipswich, er þakklátur stuðningsmönnum liðsins að hafa stutt við bakið á liðinu þrátt fyrir erfiðan dag í gær.
Liðið steinlá gegn Man City 6-0 á heimavelli og er í fallsæti með jafn mörg stig og Wolves sem er í öruggu sæti en Úlfarnir eiga leik til góða gegn Chelsea í kvöld.
Liðið steinlá gegn Man City 6-0 á heimavelli og er í fallsæti með jafn mörg stig og Wolves sem er í öruggu sæti en Úlfarnir eiga leik til góða gegn Chelsea í kvöld.
„Stuðningsmennirnir voru frábærir. Við erum svo þakklátir að þeir hafi staðið við bakið á okkur allt til enda, þeir vita hversu hart við leggjum af okkur," sagði McKenna.
Ipswich á annað erfitt verkefni fyrir höndum um næstu helgi þegar liðið fer á Anfield.
„Leikmennirnir leggja hart af sér og þeir vita að við höfum klifið fjall mjög fljótt. Það verða erfiðir dagar en við notum það ekki sem afsökun. Við þurfum að greina þá hluti sem við þurfum að gera betur og svo förum við til Liverpool."
Athugasemdir