Sölvi ásamt aðstoðarmönnum sínum og Kára Árnasyni yfirmanni fótboltamála og formanninum Heimi Gunnlaugssyni.
Það var að hefjast fréttamannafundur hjá Víkingi þar sem félagið staðfesti ráðningu á Sölva Geir Ottesen sem nýjum þjálfara liðsins, eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við íslenska landsliðinu.
Viktor Bjarki Arnarsson og Aron Baldvin Þórðarson hafa verið ráðnir hans aðstoðarmenn.
Viktor þekkir vel til hjá Víkingi þar sem hann var leikmaður og síðar yfirþjálfari yngri flokka. Hann hefur einnig starfað við þjálfun hjá KR og HK.
Aron Baldvin hefur verið þjálfari 2. flokks Víkings og starfað í teymi meistaraflokks þar sem hann hefur verið í leikgreiningu. Hann mun halda áfram að starfa við leikgreiningu í teyminu.
Allir skrifuðu undir samninga til þriggja ára en Hajrudin Cardaklija verður áfram markvarðaþjálfari, Kári Sveinsson kemur inn sem styrktarþjálfari í stað Óskars Arnar Haukssonar og Grímur Andri Magnússon kemur nýr inn í teymið sem leikgreinandi.
Viktor Bjarki Arnarsson og Aron Baldvin Þórðarson hafa verið ráðnir hans aðstoðarmenn.
Viktor þekkir vel til hjá Víkingi þar sem hann var leikmaður og síðar yfirþjálfari yngri flokka. Hann hefur einnig starfað við þjálfun hjá KR og HK.
Aron Baldvin hefur verið þjálfari 2. flokks Víkings og starfað í teymi meistaraflokks þar sem hann hefur verið í leikgreiningu. Hann mun halda áfram að starfa við leikgreiningu í teyminu.
Allir skrifuðu undir samninga til þriggja ára en Hajrudin Cardaklija verður áfram markvarðaþjálfari, Kári Sveinsson kemur inn sem styrktarþjálfari í stað Óskars Arnar Haukssonar og Grímur Andri Magnússon kemur nýr inn í teymið sem leikgreinandi.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson fréttamaður Fótbolta.net og Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir ljósmyndari síðunnar eru í Fossvoginum og skila viðtölum og öðru efni frá fundinum á eftir.
Sölva þarf ekki að kynna fyrir lesendum en hann er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður og hefur verið aðstoðarþjálfari Arnars undanfarin ár.
Hans fyrsta verkefni verður ekki af minni gerðinni, einvígi gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar. Skráður heimaleikur Víkings fer fram föstudaginn 13. febrúar og seinni leikurinn fer fram í Grikklandi fimmtudaginn 20. febrúar.
Heimir Gunnlaugsson, formaður Víkings, segir að enn sé ekki staðfest hvar heimaleikur Víkings verður en talað er um að Helsinki sé líkleg niðurstaða.
Athugasemdir