Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. mars 2021 22:21
Victor Pálsson
Ancelotti: Við töpuðum gegn besta liði heims
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segir að Manchester City sé besta lið heims um þessar mundir.

Ancelotti og hans menn mættu Man City í bikarnum í dag en þurftu að lokum að sætta sig við 2-0 tap heima.

Bæði mörk Man City komu seint í leiknum en Ilkay Gundogan skoraði á 84. mínútu og Kevin de Bruyne á þeirri 90.

Ancelotti segir að það sé engin skömm sem fylgi því að tapa fyrir svo góðu liði og var ánægður með sína menn.

„Við vorum næstur komnir þangað, við gerðum eins vel og við gátum. Við vörðumst vel í allavega 80 mínútur og vorum með stjórn á leiknum," sagði Ancelotti.

„Ég er sáttur því við vorum sigraðir af besta liði heims - þeir eru besta liðið."
Athugasemdir
banner
banner