Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
   lau 20. mars 2021 10:08
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Verið upp og niður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson segir að leiðinlegt sé að þátttöku Víkinga í Lengjubikarnum sé lokið og nú þurfi að skipuleggja æfingaleiki. Víkingur tapaði fyrir Keflavík í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum í gærkvöldi.

Víkingur komst í 3-1 í leiknum í gær en að sögn Arnars varð kæruleysi til þess að Keflavík jafnaði í 3-3.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 -  7 Keflavík

„Undirbúningstímabilið hefur verið upp og niður. Það hafa verið fínir kaflar inni á milli og það var fínn stígandi í liðinu fram að þessum leik. Við áttum að ganga frá leiknum en menn urðu kærulausir. Við fengum fullt af færum til að klára leikinn. Það er fínt að fá svona leik í andlitið stuttu fyrir mót. Menn þurfa að girða sig í brók allan leiktimann," segir Arnar.

Hægt er að sjá viðtalið við Arnar í sjónvarpinu hér að ofan en hann er meðal annars spurður út í framherjamál. Helgi Guðjónsson hefur verið funheitur á undirbúningstímabilinu en honum brást bogalistin í þessum leik gegn Keflavík.

„Helgi hefur gert 7-8 mörk í síðustu leikjum. Hann fékk mörg góð færi núna í þessum leik og maður hefði fyrst og fremst áhyggjur ef hann væri ekki að fá færi. Við erum að gefa honum traust núna. Það er þannig með alla leikmenn að þegar þú ferð á stóra sviðið þá fá menn mislangan tíma til að sanna að þeir séu traustsins verðir," segir Arnar.
Athugasemdir
banner