Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   lau 20. mars 2021 10:08
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Verið upp og niður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson segir að leiðinlegt sé að þátttöku Víkinga í Lengjubikarnum sé lokið og nú þurfi að skipuleggja æfingaleiki. Víkingur tapaði fyrir Keflavík í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum í gærkvöldi.

Víkingur komst í 3-1 í leiknum í gær en að sögn Arnars varð kæruleysi til þess að Keflavík jafnaði í 3-3.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 -  7 Keflavík

„Undirbúningstímabilið hefur verið upp og niður. Það hafa verið fínir kaflar inni á milli og það var fínn stígandi í liðinu fram að þessum leik. Við áttum að ganga frá leiknum en menn urðu kærulausir. Við fengum fullt af færum til að klára leikinn. Það er fínt að fá svona leik í andlitið stuttu fyrir mót. Menn þurfa að girða sig í brók allan leiktimann," segir Arnar.

Hægt er að sjá viðtalið við Arnar í sjónvarpinu hér að ofan en hann er meðal annars spurður út í framherjamál. Helgi Guðjónsson hefur verið funheitur á undirbúningstímabilinu en honum brást bogalistin í þessum leik gegn Keflavík.

„Helgi hefur gert 7-8 mörk í síðustu leikjum. Hann fékk mörg góð færi núna í þessum leik og maður hefði fyrst og fremst áhyggjur ef hann væri ekki að fá færi. Við erum að gefa honum traust núna. Það er þannig með alla leikmenn að þegar þú ferð á stóra sviðið þá fá menn mislangan tíma til að sanna að þeir séu traustsins verðir," segir Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner