Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. mars 2023 09:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamren rekinn frá Álaborg (Staðfest)
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að reka Erik Hamren, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands, úr starfi þjálfara hjá AaB í Danmörku.

AaB frá Álaborg lék gegn Randers á heimavelli í gær og tapaði 0-1. Var það síðasti leikur Hamren við stjórnvölinn.

AaB hefur átt mjög svo erfitt tímabil og er liðið í mikilli fallhættu. AaB er á botni dönsku úrvalsdeildarinnar sem stendur með aðeins 15 stig úr 22 leikjum.

Hamren var ráðinn til Álaborgar í september á síðasta ári. Um er að ræða fyrsta þjálfarastarf Hamren síðan hann hætti með íslenska landsliðið 2020. Hann þekkti vel til hjá Álaborg þar sem hann þjálfaði liðið 2004-2008. Hann gerði liðið að dönskum meistara 2008.

Hamren, sem er 65 ára Svíi, var hársbreidd frá því að koma Íslandi á EM alls staðar en umspilsleikur gegn Ungverjalandi tapaðist á dramatískan hátt. Leikmenn hafa talað ansi vel um Hamren eftir tíma hans með íslenska landsliðið.

Í Álaborg var hann hins vegar ekki að ná eins vel til leikmanna en það komu fréttir um það í síðasta mánuði að leikmenn væru ósáttir við hans aðferðir. Núna mun liðið fá nýjan þjálfara sem fær það verkefni að halda AaB uppi í deild þeirra bestu.

Árangur Hamren með AaB:
Deild: Einn sigur - Þrjú jafntefli - Níu töp
Bikar: Þrír sigrar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner