Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 20. apríl 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Ósvald Jarl Traustason (Leiknir)
Ósi og Bjarki
Ósi og Bjarki
Mynd: Leiknir R
Brynjar Freyr í Leikni?
Brynjar Freyr í Leikni?
Mynd: Hulda Margrét
Gunnlaugur Hlynur
Gunnlaugur Hlynur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Örn
Adam Örn
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ósvald Jarl er bakvörður sem leikið hefur með Leikni Reykjavík undanfarin ár. Hann kom frá Fram árið 2017 en hann hefur einnig leikið með Gróttu. Meistaraflokksferillinn hófst árið 2013 með Leikni og í fyrra lék hann sex leiki í Lengjudeildinni þegar Leiknir tryggði sér sæti í Pepsi Max-deildinni.

Leikirnir hefðu verið fleiri ef ekki hefði verið fyrir meiðsli. Ósvald lék á sinum tíma 24 unglingalandsleiki. Hann er á leið inn í sitt annað tímabil í efstu deild því árið 2014 lék hann fimmtán leiki með Fram. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Ósvald í hinni hliðinni 2014

Fullt nafn: Ósvald Jarl Traustason.

Gælunafn: Ósi.

Aldur: 25 ára.

Hjúskaparstaða: Í sambandi.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Æfingaleikur með Breiðablik 2012.

Uppáhalds drykkur: Vatn.

Uppáhalds matsölustaður: Chutney Mary, London.

Hvernig bíl áttu: Volkswagen Golf.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Úff, erfið spurning… Einhver lögguþáttur!

Uppáhalds tónlistarmaður: Tupac og Dire Straits.

Uppáhalds hlaðvarp: Hlusta lítið á hlaðvörp.

Fyndnasti Íslendingurinn: Auðunn Blöndal

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Kívi, kökudeig og þrist.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Við viljum minna þig á tíma í sjúkraþjálfun…

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei að segja aldrei.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Anthony Martial.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Allir þeir þjálfarar sem hafa þjálfað mig hjá Leikni Reykjavík.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: No comment.

Sætasti sigurinn: Erfitt að velja einhvern einn.

Mestu vonbrigðin: Líklega öll meiðslin hjá mér í gegnum tíðina.

Uppáhalds lið í enska: Arsenal.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég myndi reyna að plata Brynjar Frey Garðarsson til að taka eitt tímabil með mér í Leikni Reykjavík.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Sævar Atli Magnússon.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Eiður Smári Guðjohnsen.

Uppáhalds staður á Íslandi: Heimilið mitt.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Körfubolta og golfi.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Mercurial Vapor.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Bjarka Aðalsteinsson, Adam Örn Arnarson og Gunnlaug Hlyn Birgisson. Við myndum gríðarlega sterka heild og erum með gildin þrjú á hreinu: Grín, gleði og gáfur.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég get hreyft eyrun á mér.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hita upp.
Athugasemdir
banner
banner