Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fim 20. apríl 2023 11:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi mættur til Íslands eftir að hafa verið í tæp tvö ár í farbanni
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og greint var frá síðasta föstudag þá verður Gylfi Þór Sigurðsson ekki ákærður fyrir kyn­­ferðis­brot gegn ólög­ráða ein­stak­lingi og er hann því laus allra mála.

Gylfi var handtekinn í júlí 2021, grunaður um kyn­­ferðis­brot gegn ólög­ráða ein­stak­lingi en það mál hefur núna verið fellt niður eftir langa rannsókn.

Gylfi hefur verið í farbanni í tæplega tvö ár og verið fastur á Englandi út af málinu.

Hann má loksins ferðast aftur núna þegar málið hefur verið fellt niður og samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net þá er Gylfi mættur til Íslands en hann kom hingað til lands í gær.

Gylfi hefur ekki enn tjáð sig um málið en fram kom í grein The Athletic á dögunum að fjölskylda hans væri að íhuga að gefa út yfirlýsingu núna þegar málið hefur verið fellt niður.

Gylfi er 33 ára og hefur skorað 25 mörk í 78 landsleikjum fyrir Ísland, hann á stóran þátt í því að Ísland komst á EM og HM. Hann lék síðast fyrir landsliðið í nóvember 2020. Óvíst er hvort að hann snúi aftur á fótboltavöllinn en nýr landsliðsþjálfari Íslands, Age Hareide, segir að Gylfi verði í plönum sínum ef hann mun gera það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner