fös 20. maí 2022 23:30
Victor Pálsson
Trippier varar stuðningsmenn Newcastle við
Mynd: EPA

Kieran Trippier, leikmaður Newcastle, hefur varað stuðningsmenn félagsins við því að búast við of miklu á næstu leiktíð.


Moldríkir eigendur Newcastle munu styrkja liðið í sumar en það er ekki nóg til að tryggja toppbaráttu að sögn Trippier sem kom til félagsins í janúar.

Newcastle var lengi í fallbaráttu á þessari leiktíð en eftir að Eddie Howe tók við hefur liðið algjörlega snúið við blaðinu.

Það verður engin toppbarátta á St. James' Park næsta vetur og mun liðið stefna á að enda í einu af efstu tíu sætunum.

„Ég held að stuðningsmennirnir þurfi enn að sýna þolinmæði. Við vorum að sleppa úr fallbaráttu og við viljum ekki fara þaðan beint í toppbaráttuna," sagði Trippier.

„Við þurfum að byggja upp. Þegar núju eigendurnir komu inn þá bjuggust allir við að við myndum fara hingað og þangað. Við þurfum þolinmæði."

„Á næsta tímabili stefnum við á topp tíu og byggjum enn frekar. Vonandi koma inn nýir leikmenn til að hjálpa liðinu að klifra upp töfluna."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner