Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
   mán 20. maí 2024 20:49
Brynjar Ingi Erluson
Bjarki og Mikael í góðri stöðu í umspilinu
Bjarki Steinn spilaði í sigri Venezia
Bjarki Steinn spilaði í sigri Venezia
Mynd: Getty Images
Bjarki Steinn BJarkason og Mikael Egill Ellertsson, leikmenn Venezia á Ítalíu, eru komnir í góða stöðu í umspili um sæti í Seríu A eftir að liðið vann Palermo, 1-0, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspilsins í kvöld.

Bjarki var í byrjunarliði Venezia í kvöld en Mikael var ekki í leikmannahópi liðsins.

Nicholas Pierini skoraði eina mark leiksins þegar hálftími var eftir af leiknum, sem var spilaður á heimavelli Palermo.

Síðari leikurinn er á föstudag en sigurvegarinn mætir Cremonese eða Catanzaro í úrslitum.

Valgeir Lunddal Friðriksson byrjaði sinn fyrsta deildarleik með Häcken á þessu tímabili er liðið gerði 2-2 jafntefli við Malmö. Daníel Tristan Guðjohnsen var ekki með Malmö vegna meiðsla.

Gísli Eyjólfsson byrjaði þá í 2-0 tapi Halmstad gegn Djurgården en Birnir Snær Ingason kom inn af bekknum í síðari hálfleik. Halmstad er í 7. sæti með 15 stig en Häcken í 5. sæti með 17 stig.
Athugasemdir
banner