Það fóru tveir leikir fram í Lengjudeild karla í dag þar sem ÍBV tók á móti Þór í Vestmannaeyjum á meðan Grindavík spilaði við Gróttu í Safamýri.
Lestu um leikinn: ÍBV 1 - 1 Þór
Eyjamenn byrjuðu betur á Hásteinsvelli og kláruðu fyrri hálfleikinn leikmanni fleiri eftir að Jón Jökull Hjaltason fékk tvö gul spjöld á fyrsta hálftíma leiksins.
ÍBV tókst ekki að nýta liðsmuninn sérlega vel en tók þó forystuna snemma í síðari hálfleik, þegar Bjarki Björn Gunnarsson skoraði með laglegu skoti frá vítateigslínunni eftir skallasendingu frá Tómasi Bent Magnússyni.
Þremur mínútum síðar jafnaðist í liðum þegar Oliver Heiðarsson fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir að brjóta á markverði Þórsara. Það voru því tíu gegn tíu á vellinum síðasta hálftíma leiksins.
Það var lítið um færi á lokakafla leiksins en Akureyringum tókst þó að jafna. Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði þá með góðu skoti sem fór í stöngina og inn eftir laglega sókn, þar sem Rafael Victor og Aron Ingi Magnússon bjuggu til markið.
Meira var ekki skorað og urðu lokatölur 1-1. ÍBV er með fjögur stig eftir þrjár umferðir í Lengjudeildinni á meðan Þór er taplaus og með fimm stig.
ÍBV 1 - 1 Þór
1-0 Bjarki Björn Gunnarsson ('54)
1-1 Sigfús Fannar Gunnarsson ('82)
Rautt spjald: Jón Jökull Hjaltason, Þór ('30)
Rautt spjald: Oliver Heiðarsson, ÍBV ('57)
Grótta byrjaði betur í Safamýrinni en leikurinn róaðist fljótt niður. Undir lok fyrri hálfleiks tóku Grindvíkingar að ógna og náðu þeir forystunni með skalla frá Sigurjóni Rúnarssyni eftir góða fyrirgjöf frá Matevz Turkus.
Seltirningar hófu síðari hálfleikinn af krafti og skoruðu jöfnunarmark eftir hornspyrnu strax í upphafi, þar sem Arnar Daníel Aðalsteinsson vann baráttuna um boltann og skoraði.
Gróttumenn færðu sig aftar á völlinn og tóku að beita stórhættulegum skyndisóknum, sem skiluðu góðu marki á 61. mínútu þegar Darmian Timan skoraði.
Grótta var þá komin með forystu en hún entist aðeins í tíu mínútur, þar til Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skallaði boltann í netið eftir góða fyrirgjöf frá Ion Perelló.
Það var lítið að frétta á lokakafla leiksins þar sem bæði lið virtust sætta sig við stig og niðurstaðan 2-2 jafntefli. Grótta er með fimm stig eftir þrjár umferðir en þetta er aðeins annað stig Grindvíkinga.
Grindavík 2 - 2 Grótta
1-0 Sigurjón Rúnarsson ('40)
1-1 Arnar Daníel Aðalsteinsson ('48)
1-2 Damian Timan ('61)
2-2 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('71)
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |
Athugasemdir