Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 20. maí 2025 11:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aida Kardovic hefur leikið sinn síðasta leik með FHL í sumar
Kvenaboltinn
Aida Kardovic.
Aida Kardovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aida Kardovic verður ekki meira með FHL í sumar þar sem hún er með slitið krossband.

Magnús Haukur Harðarson sagði frá þessu í Uppbótartímanum, hlaðvarpi um kvennaboltann, í gær og nú hefur Fótbolti.net fengið þessi tíðindi staðfest.

Kardovic kom til FHL fyrir tímabilið og hafði leikið vel með liðinu í upphafi móts. Hún er teknískur leikmaður sem hefur sýnt flotta takta í fyrstu leikjum tímabilsins. Hún er fjölhæfur miðjumaður sem getur líka spilað allar fremstu stöðurnar á vellinum.

En núna er það ljóst að hún verður ekki meira með í sumar og mögulega er hún bara búin að spila sinn síðasta leik fyrir FHL.

FHL eru nýliðar í Bestu deild kvenna en þær eru án stiga eftir fyrstu sex leikina.
Uppbótartíminn - Valur að ganga í gegnum dimman dal
Athugasemdir
banner