Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 20. maí 2025 18:19
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Man City þarf sigur - Rodri á bekknum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fara tveir leikir fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Manchester City og Crystal Palace eiga heimaleiki gegn Bournemouth og Wolves.

Viðureign Man City gegn Bournemouth skiptir gífurlega miklu máli fyrir heimamenn í Manchester sem geta endurheimt Meistaradeildarsæti með sigri, á meðan lærisveinar Andoni Iraola í liði Bournemouth eru ekki að keppa um neitt.

Kevin De Bruyne er í byrjunarliðinu í síðasta heimaleik sínum fyrir stórveldi Man City áður en samningurinn hans rennur út í sumar. Þá eru Erling Braut Haaland og Omar Marmoush báðir í byrjunarliðinu. Rodri er kominn til baka eftir erfið meiðsli og byrjar á bekknum.

Justin Kluivert, Antoine Semenyo og Evanilson leiða öfluga sóknarlínu Bournemouth sem voru óheppnir að missa af Evrópusæti þegar Man City tapaði úrslitaleik enska bikarsins gegn Crystal Palace.

Palace á heimaleik við Wolves á sama tíma og er hvorugt lið að keppa um neitt annað en stolt.

Man City: Ederson, Nunes, Akanji, Dias, Gvardiol, Kovacic, Gundogan, De Bruyne, Bernardo, Marmoush, Haaland.
Varamenn: Ortega, Ake, Grealish, Doku, Nico, Rodri, Foden, Bobb, O'Reilly

Bournemouth:Kepa, Araujo, Zabaryni, Huijsen, Kerkez, Cook, Adams, Tavernier, Semenyo, Kluivert, Evanilson.
Varamenn: Dennis, Akinmboni, Brooks, Jebbison, Silcott-Duberry, Senesi, Smith, Soler, Winterburn



Crystal Palace: Henderson; Munoz, Ward, Lacroix, Richards, Chilwell; Lerma, Hughes; Sarr, Esse, Nketiah
Varamenn: Turner, Mitchell, Eze, Franca, Mateta, Clyne, Kamada, Devenny, Kporha

Wolves: Bentley, R Gomes. Djiga, Agbadou, Toti, Ait-Nouri, Andre, Bellegarde, Sarabia, Guedes, Strand Larsen.
Varamenn: King, Doherty, Bueno, Munetsi, J Gomes, Cunha, Hwang, Semedo, Lima.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 37 25 8 4 85 40 +45 83
2 Arsenal 37 19 14 4 67 33 +34 71
3 Man City 37 20 8 9 70 44 +26 68
4 Newcastle 37 20 6 11 68 46 +22 66
5 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
6 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
7 Nott. Forest 37 19 8 10 58 45 +13 65
8 Brighton 37 15 13 9 62 58 +4 58
9 Brentford 37 16 7 14 65 56 +9 55
10 Fulham 37 15 9 13 54 52 +2 54
11 Bournemouth 37 14 11 12 56 46 +10 53
12 Crystal Palace 37 13 13 11 50 50 0 52
13 Everton 37 10 15 12 41 44 -3 45
14 Wolves 37 12 5 20 53 68 -15 41
15 West Ham 37 10 10 17 43 61 -18 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Leicester 37 6 7 24 33 78 -45 25
19 Ipswich Town 37 4 10 23 35 79 -44 22
20 Southampton 37 2 6 29 25 84 -59 12
Athugasemdir
banner