Brasilíski vængmaðurinn Luis Henrique færist nær Inter og ítalska félagið er bjartsýnt á að fá hann fyrir HM félagsliða.
Inter hefur verið á höttunum á eftir Henrique í nokkurn tíma og er nálægt því að ná samkomulagi við Marseille í Frakklandi um kaup á honum, Nýjasta tilboð Inter hljóðar upp á 23 milljónir evra.
Inter hefur verið á höttunum á eftir Henrique í nokkurn tíma og er nálægt því að ná samkomulagi við Marseille í Frakklandi um kaup á honum, Nýjasta tilboð Inter hljóðar upp á 23 milljónir evra.
Forseti Marseille sagði nýlega að Henrique yrði að öllum líkindum seldur af fjárhagsástæðum.
Henrique er sagður hafa gert munnlegt samkomulag við Inter um kaup og kjör og samning til sumarsins 2030.
Henrique er 23 ára og hefur skorað 7 mörk og átt 8 stoðsendingar á tímabilinu.
Athugasemdir