Manchester City ætlar að berjast við Liverpool um Milos Kerkez, vinstri bakvörð Bournemouth.
Samkvæmt The i Paper hefur Man City spurst fyrir um Kerkez og ætlar félagið í alvöru baráttu við Englandsmeistarana um hann.
Samkvæmt The i Paper hefur Man City spurst fyrir um Kerkez og ætlar félagið í alvöru baráttu við Englandsmeistarana um hann.
Kerkez er metinn á 45 milljónir punda en hann hefur átt frábært tímabil með Bournemouth og er líklega í liði ársins í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool ætlar að styrkja bakvarðastöður sínar eftir brotthvarf Trent Alexander-Arnold sem er á leið til Real Madrid. Liverpool virðist vera að tryggja sér Jeremie Frimpong frá Bayer Leverkusen.
En það er spurning hvað gerist með Kerkez, hvar hann lendir.
Athugasemdir