Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 20. maí 2025 22:39
Ívan Guðjón Baldursson
Brighton og Brentford geta enn náð Evrópusæti
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er gríðarlega mikil spenna í ensku úrvalsdeildinni um þessar mundir þar sem hörð barátta er um síðustu sætin fyrir Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Fimm félög eru enn að berjast um síðustu þrjú sætin í Meistaradeildinni og þá gæti áttunda sæti deildarinnar gefið þátttökurétt í Sambandsdeildinni. Brighton og Brentford eru enn í harðri baráttu um áttunda sætið fyrir lokaumferðina, þar sem Brighton nægir stig til að tryggja sér sætið.

Brighton vann góðan endurkomusigur gegn Liverpool í gærkvöldi eftir að Brentford hafði tapað heimaleik í nágrannaslag gegn Fulham á sunnudaginn. Þessi sigur gegn Liverpool gæti reynst afar dýrmætur.

Það þarf þó ýmislegt að gerast til að áttunda sætið veiti þátttökurétt í Sambandsdeildina. Það hefur verið hörð barátta um þetta sæti undanfarnar vikur en eftir að Crystal Palace vann óvænt úrslitaleik FA bikarsins minnkuðu Evrópulíkur áttunda sætisins umtalsvert.

Eina leiðin til að það verði að raunveruleika er ef Chelsea tapar eða gerir jafntefli gegn Nottingham Forest, og liðin í kring sigra sínar viðureignir, í lokaumferð úrvalsdeildarinnar um næstu helgi og sigrar svo úrslitaleik Sambandsdeildarinnar gegn Real Betis á miðvikudaginn. Það eru aðeins þrír dagar á milli leikja, þar sem lokaumferð úrvalsdeildarinnar fer fram á sunnudaginn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 37 25 8 4 85 40 +45 83
2 Arsenal 37 19 14 4 67 33 +34 71
3 Man City 37 20 8 9 70 44 +26 68
4 Newcastle 37 20 6 11 68 46 +22 66
5 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
6 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
7 Nott. Forest 37 19 8 10 58 45 +13 65
8 Brighton 37 15 13 9 62 58 +4 58
9 Brentford 37 16 7 14 65 56 +9 55
10 Fulham 37 15 9 13 54 52 +2 54
11 Bournemouth 37 14 11 12 56 46 +10 53
12 Crystal Palace 37 13 13 11 50 50 0 52
13 Everton 37 10 15 12 41 44 -3 45
14 Wolves 37 12 5 20 53 68 -15 41
15 West Ham 37 10 10 17 43 61 -18 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Leicester 37 6 7 24 33 78 -45 25
19 Ipswich Town 37 4 10 23 35 79 -44 22
20 Southampton 37 2 6 29 25 84 -59 12
Athugasemdir
banner
banner