Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 20. maí 2025 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
England: Dýrmætur sigur Man City - Nketiah með tvennu
Mynd: EPA
Mynd: Crystal Palace
Það fóru tveir leikir fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Manchester City og Crystal Palace unnu á heimavelli.

Man City tók á móti Bournemouth og var sterkari aðilinn. Heimamenn í liði Manchester komust í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik þökk sé mörkum frá Omar Marmoush og Bernardo Silva. Mark Marmoush var einstaklega laglegt, þar sem hann lét vaða af 25 metra færi og fór boltinn efst í stöngina áður en hann endaði í netinu.

Síðari hálfleikurinn var tíðindalítill en báðum liðum tókst að bæta við marki. Mateo Kovacic fékk beint rautt spjald fyrir brot sem aftasti varnarmaður á 67. mínútu og sjö mínútum síðar var Lewis Cook rekinn af velli fyrir grófa tæklingu.

Nico González innsiglaði sigurinn með marki á lokamínútunum, tíu gegn tíu, áður en Daniel Jebbison minnkaði muninn í uppbótartíma. Lokatölur 3-1.

Hægt er að segja svipaða sögu af sigri Crystal Palace, þar sem heimamenn leiddu 2-1 í leikhlé eftir tvennu frá Eddie Nketiah.

Ben Chilwell og Eberechi Eze innsigluðu 4-2 sigur í síðari hálfleik.

Manchester City 3 - 1 Bournemouth
1-0 Omar Marmoush ('14 )
2-0 Bernardo Silva ('38 )
3-0 Nicolas Gonzalez ('89 )
3-1 Daniel Jebbison ('90 )
Rautt spjald: Mateo Kovacic, Manchester City ('67)
Rautt spjald: Lewis Cook, Bournemouth ('74)

Crystal Palace 4 - 2 Wolves
0-1 Emmanuel Agbadou ('24 )
1-1 Edward Nketiah ('27 )
2-1 Edward Nketiah ('32 )
3-1 Ben Chilwell ('50 )
3-2 Jorgen Strand Larsen ('62 )
4-2 Eberechi Eze ('86 )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 37 25 8 4 85 40 +45 83
2 Arsenal 37 19 14 4 67 33 +34 71
3 Man City 37 20 8 9 70 44 +26 68
4 Newcastle 37 20 6 11 68 46 +22 66
5 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
6 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
7 Nott. Forest 37 19 8 10 58 45 +13 65
8 Brighton 37 15 13 9 62 58 +4 58
9 Brentford 37 16 7 14 65 56 +9 55
10 Fulham 37 15 9 13 54 52 +2 54
11 Bournemouth 37 14 11 12 56 46 +10 53
12 Crystal Palace 37 13 13 11 50 50 0 52
13 Everton 37 10 15 12 41 44 -3 45
14 Wolves 37 12 5 20 53 68 -15 41
15 West Ham 37 10 10 17 43 61 -18 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Leicester 37 6 7 24 33 78 -45 25
19 Ipswich Town 37 4 10 23 35 79 -44 22
20 Southampton 37 2 6 29 25 84 -59 12
Athugasemdir
banner
banner