Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 20. maí 2025 11:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Finnur lyktina af Birni Snæ í Víking - „Maður sem þeir þurfa"
Birnir Snær Ingason.
Birnir Snær Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær Ingason er í basli í Svíþjóð. Halmstad er ekki að gera neitt frábæra hluti og Birnir fær lítið að spila.

Hann hefur komið við sögu í fimm leikjum af tíu en aðeins byrjað tvo þeirra.

Rætt var um það í Innkastinu í gær að það hlyti að vera möguleiki á því að Birnir myndi koma heim í sumar.

„Mér finnst þeir þurfa smá innspýtingu í liðið sitt," sagði Valur Gunnarsson um Víkinga.

„Ég finn oft lykt af félagaskiptum. Ég hef ekkert fyrir mér af þessu en ég finn lykt af því að Birnir Snær fari í Víking. Það er allt í skrúfunni hjá honum í Svíþjóð og ég veit að þeir gengu hart að því að reyna að fá hann í síðasta glugga," sagði Magnús Þórir Matthíasson og bætti við:

„Það er maður sem þeir þurfa."

Hægt er að hlusta á Innkastið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan eða á öllum hlaðvarpsveitum.
Innkastið - Brakandi blíða og Blikar tróna á toppnum
Athugasemdir
banner