Mohamed Salah hefur átt stórkostlegt tímabil í úrvalsdeildinni en hann hefur komið að 46 mörkum á tímabilinu.
Hann er aðeins einu marki eða stoðsendingu frá því að jafna metið en Alan Shearer og Andy Cole tróna á toppnum. Salah hefur ekki komið að neinu marki í þremur leikjum í röð en Arne Slot hefur trú á því að hann muni ná því í lokaumferðinni gegn Crystal Palace.
Hann er aðeins einu marki eða stoðsendingu frá því að jafna metið en Alan Shearer og Andy Cole tróna á toppnum. Salah hefur ekki komið að neinu marki í þremur leikjum í röð en Arne Slot hefur trú á því að hann muni ná því í lokaumferðinni gegn Crystal Palace.
„Hann hefur verið nánast ómannlegur á tímabilinu. Það voru augnablik þar sem hann var mennskur, þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann skorar ekki í einum eða tveimur leikjum í röð," sagði Slot.
„Það góða fyrir okkur er að þetta gerist varla, ef það gerist getur maður verið viss um að hann muni skora í þriðja eða fjórða leiknum."
Athugasemdir