Það vantaði lykilmenn í lið ÍBV og KA þegar liðin áttust við í Bestu deildinni síðastliðinn sunnudag.
Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV, var ekki með í leiknum og þá var miðvörðurinn Hans Viktor Guðmundsson fjarverandi hjá KA.
Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV, var ekki með í leiknum og þá var miðvörðurinn Hans Viktor Guðmundsson fjarverandi hjá KA.
Þeir voru báðir á fæðingardeildinni með konum sínum; Alex Freyr var að eignast sitt fjórða barn og Hans Viktor var að eignast sitt fyrsta barn.
Sagt var frá þessu í Innkastinu.
Leikurinn í Vestmannaeyjum endaði með markalausu jafntefli en við á Fótbolta.net óskum Alex Frey, Hans Viktori og fjölskyldum þeirra til hamingju.
Athugasemdir