Kongsvinger 2 - 3 Rosenborg
1-0 Eric Taylor ('32)
1-1 Ísak Snær Þorvaldsson ('40)
2-1 Noa Williams ('67)
2-2 Marius Broholm ('83)
2-3 Iver Fossum ('105)
1-0 Eric Taylor ('32)
1-1 Ísak Snær Þorvaldsson ('40)
2-1 Noa Williams ('67)
2-2 Marius Broholm ('83)
2-3 Iver Fossum ('105)
Ísak Snær Þorvaldsson var í byrjunarliði Rosenborg sem heimsótti Kongsvinger í 16-liða úrslitum norska bikarsins í kvöld.
Heimamenn í liði Kongsvinger tóku forystuna óvænt í tvígang en Rosenborg tókst að svara í bæði skiptin. Í fyrri hálfleik var það Ísak Snær sem svaraði með jöfnunarmarki en staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma.
Iver Fossum, sem lagði mark Ísaks Snæs upp, skoraði sigurmark leiksins fyrir Rosenborg í uppbótartíma.
Lokatölur urðu því 2-3 fyrir Rosenborg sem heldur áfram í næstu umferð eftir nauman sigur á útivelli.
Athugasemdir