Sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson hefur ekki enn skorað í Bestu deildinni í sumar. KA hefur skorað sex mörk, fæst allra liða, og Viðar er ekki enn kominn á blað.
Viðar gekk í raðir KA fyrir síðustu leiktíð og lék vel seinni hluta tímabilsins eftir að hafa farið hægt af stað. Hann endaði með sex mörk í 22 leikjum.
Viðar gekk í raðir KA fyrir síðustu leiktíð og lék vel seinni hluta tímabilsins eftir að hafa farið hægt af stað. Hann endaði með sex mörk í 22 leikjum.
„KA var seint í gang í fyrra og Viðar líka. Ég var ekki alveg búinn að pæla í Viðari því hann var líka svo seinn í gang í fyrra. Svo kom hann allt í einu og sýndi gæði. Fótbolti virkar ekki svona. Þú getur ekki allt í einu kveikt á þér, það verður eitthvað að gerast," sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu.
„Ég er varla búinn að hugsa um Viðar í sumar. Mögulega er það af því að maður hugsar að hann kveiki á sér seinna því við vitum öll hvað hann getur. En það er ekkert víst að það gerist."
KA er á botni Bestu deildarinnar en þeir þurfa að fara að fá mörk. „Ef ég væri veðjandi maður, þá myndi ég veðja í dag að KA myndi falla. Það er áran yfir þessu KA-liði núna," sagði Valur.
Hægt er að hlusta á Innkastið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan eða á öllum hlaðvarpsveitum.
Athugasemdir