Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 20. maí 2025 21:41
Ívan Guðjón Baldursson
Hörður Björgvin yfirgefur Panathinaikos (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn þaulreyndi Hörður Björgvin Magnússon verður samningslaus í sumar. Gríska stórveldið Panathinaikos staðfestir þetta.

Hörður hefur verið meiddur síðustu átján mánuði og steig sín fyrstu skref í keppnisleik á dögunum, í fyrsta sinn síðan í september 2023.

Samningur hans við Panathinaikos rennur þó út í sumar og ætla Grikkirnir ekki að semja við Hörð, sem er 32 ára gamall.

Það verður áhugavert að fylgjast með næsta skrefi á ferli Harðar, sem er með 49 landsleiki að baki fyrir Íslands hönd og hefur meðal annars leikið fyrir CSKA Moskvu og Bristol City á ferlinum. Hörður var hjá Juventus í fimm ár frá 2011 til 2016 en tók aldrei þátt í keppnisleik.


Athugasemdir
banner