Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 20. maí 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kaka vill aðstoða Ancelotti
Kaka var magnaður leikmaður.
Kaka var magnaður leikmaður.
Mynd: EPA
Brasilíska goðsögnin Kaka segist vera tilbúinn að aðstoða Carlo Ancelotti með brasilíska landsliðið ef tækifærið kemur.

Kaka er 43 ára fyrrum landsliðsmaður Brasilíu en hann lék undir stjórn Ancelotti hjá AC Milan og Real Madrid.

Ancelotti mun taka við brasilíska landsliðinu fyrir leikii gegn Ekvador og Paragvæ í undankeppni HM sem fara fram í júní. ítalinn er fyrsti erlendi þjálfari brasilíska landsliðsins.

„Ef tækifærið kemur er ég tilbúinn að snúa aftur í landsliðið. Ég er klár, ég hef verið að undirbúa mig frá 2017. Ég tók íþróttaviðskiptafræði í Harvard, fór á þjálfaranámskeið. Ég er með reynslu í landsliðinu og á HM," sagði Kaka.
Athugasemdir
banner