Franski sóknarmaðurinn Christopher Nkunku er eftirsóttur en samkvæmt enska götublaðinu The Sun eru að minnsta kosti sex félög á eftir honum.
Þar á meðal eru Arsenal, Liverpool og Manchester United.
Þar á meðal eru Arsenal, Liverpool og Manchester United.
Hin félögin sem eru nefnd eru Atletico Madrid, Paris Saint-Germain og West Ham.
Þessi hæfileikaríki sóknarmaður vill fara frá Chelsea þar sem hann hefur ekki verið í stóru hlutverki eftir að hann gekk í raðir félagsins frá RB Leipzig fyrir 52 milljónir punda fyrir tveimur árum síðan.
Hinn 27 ára gamli Nkunku hefur einungis byrjað sjö leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Athugasemdir