Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 20. maí 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Abdoulaye Doucoure yfirgefur Everton (Staðfest)
Abdoulaye Doucoure.
Abdoulaye Doucoure.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Abdoulaye Doucoure mun í sumar yfirgefa Everton þegar samningur hans við félagið rennur út.

Doucoure fékk áframhaldandi samningstilboð frá Everton en ákvað að hafna því.

Hann segir að það sé kominn tími á nýjan kafla fyrir bæði sig og félagið.

„Það var draumur að spila fyrir Everton," segir Doucoure.

Doucoure er 32 ára gamall miðjumaður sem hefur leikið með Everton frá 2020. Fyrir það var hann hjá Watford.
Athugasemdir
banner
banner