Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 20. maí 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jorginho búinn að fá grænt ljós frá Arsenal
Mynd: EPA
Jorginho, miðjumaður Arsenal, mun yfirgefa félagið í sumar og halda heim til Brasilíu.

Fabrizio Romano greinir frá því að hann hafi fengið grænt ljós frá Lundúnaliðinu og mun ganga til liðs við Flamengo.

Hann mun ganga til liðs við félagið og spila með liðinu á HM félagsliða sem hefst 14. júní í Bandaríkjunum.

Jorginho kom til Arsenal frá Chelsea sumarið 2023. Hann hefur á þremur tímabilum spilað 78 leiki fyrir Arsenal og skorað tvö mörk.

Flamengo er eitt af bestu liðum Brasilíu, Filipe Luis, fyrrum leikmaður Chelsea og Atletico Madrid, er þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner