Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 20. maí 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Leicester gæti byrjað næsta tímabil í mínus
Frá heimavelli Leicester, King Power.
Frá heimavelli Leicester, King Power.
Mynd: EPA
Leicester City hefur verið ákært fyrir meint brot á fjárhagsreglum ensku deildarinnar vegna tímabilsins 2023/24.

Ef félagið verður dæmt sekt gæti liðið fengið stigafrádrátt fyrir næsta tímabil í Championship-deildinni en Leicester er fallið úr úrvalsdeildinni.

Félagið var áður hreinsað af ásökunum vegna brota á reglum árið 2022/23, en nú hefur enska úrvalsdeildin endurskoðað reglurnar til að koma í veg fyrir slík mál í framtíðinni.

Leicester hyggst sína samstarfsvilja í málinu, en ferlið gæti orðið langt og óljóst hvort liðið muni byrja næsta tímabil með stigaskerðingu.
Athugasemdir
banner
banner