Moussa Diaby skoraði tvennu til að tryggja Al-Ittihad deildartitilinn í Sádi-Arabíu í kvöld.
Diaby skoraði fyrstu tvö mörk leiksins í naumum sigri gegn sterku liði Al-Shabab, þar sem Yannick Carrasco og Steven Bergwijn komust einnig á blað. Daniel Podence og N'Golo Kanté áttu stoðsendingar.
Al-Ittihad vann þrátt fyrir mikla yfirburði Al-Shabab á vellinum.
Al-Ittihad er þar með búið að innsigla titilinn, með níu stiga forystu fyrir lokaumferðina.
Musa Barrow leiddi þá endurkomusigur Al-Taawon gegn Al-Riyadh í þýðingarlitlum leik. Gestirnir í liði Al-Riyadh komust þó í tveggja marka forystu en lokatölur urðu 3-2.
Al-Shabab 2 - 3 Al-Ittihad
0-1 Moussa Diaby ('1)
0-2 Moussa Diaby ('34)
1-2 Yannick Carrasco ('45+3)
1-3 Steven Bergwijn ('58)
2-3 Cristian Guanca ('67)
Al-Taawon 3 - 2 Al-Riyadh
Athugasemdir