Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 20. maí 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Maresca ekki ánægður með forskotið sem Real Betis fær
Mynd: EPA
Á miðvikudaginn í næstu viku mætast Real Betis og Chelsea í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í Póllandi.

Real Betis bað spænsku deildina um að leikur liðsins gegn Valencia, sem átti að vera á sunnudag, yrði færður á föstudag og fékk beiðnina samþykkta.

Real Betis fær því betri tíma til að búa sig undir leikinn á meðan Chelsea á erfiðan leik gegn Nottingham Forest á sunnudag þar sem bæði lið eru að berjast um Meistaradeildarsæti.

„Mér finnst ekki sanngjarnt að annað liðið fái 48 klukkustundum meira í undirbúning þegar þú ert að fara að spila úrslitaleik," segir Enzo Maresca, stjóri Chelsea.

Markvörðurinn Filip Jörgensen mun byrja úrslitaleikinn en Maresca staðfesti þetta á fréttamannafundi í morgun. Christopher Nkunku og Marc Guiu eru tæpir fyrir leikinn.

„Filip hefur spilað fyrir okkur alla keppnina og mun halda því áfram. Hann á skilið að spila. Guiu og Nkunku eru farnir að taka þátt í hluta af æfingum okkar en eru ekki orðnir 100%."

Chelsea þarf að enda í topp fimm í ensku úrvalsdeildinni til að komast í Meistaradeildina.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 37 25 8 4 85 40 +45 83
2 Arsenal 37 19 14 4 67 33 +34 71
3 Man City 37 19 9 9 67 43 +24 66
4 Newcastle 37 20 6 11 68 46 +22 66
5 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
6 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
7 Nott. Forest 37 19 8 10 58 45 +13 65
8 Brighton 37 15 13 9 62 58 +4 58
9 Brentford 37 16 7 14 65 56 +9 55
10 Bournemouth 37 14 12 11 55 43 +12 54
11 Fulham 37 15 9 13 54 52 +2 54
12 Crystal Palace 37 12 14 11 46 48 -2 50
13 Everton 37 10 15 12 41 44 -3 45
14 Wolves 37 12 6 19 51 64 -13 42
15 West Ham 37 10 10 17 43 61 -18 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Leicester 37 6 7 24 33 78 -45 25
19 Ipswich Town 37 4 10 23 35 79 -44 22
20 Southampton 37 2 6 29 25 84 -59 12
Athugasemdir
banner
banner